Kjaramál eru einn viðamesti þátturinn í starfsemi Læknafélags Íslands. Félagsmenn LÍ (þeir sem greiða félagsgjöld) eiga rétt á aðstoð vegna kjaramála. Þá eiga félagsmenn LÍ rétt á almennri lögfræðilegri ráðgjöf hjá lögfræðingi LÍ.
Félagsmenn LÍ, sem fá laun greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og LÍ eiga rétt á greiðslum úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði lækna að fullnægðum skilyrðum sjóðsins. Þá standa félagsmönnum til boða afnot af orlofshúsum félagsins sem eru víða um land. Læknar sem ekki eru félagsmenn í LÍ en sem greiða vinnuréttargjald til félagsins eiga sama rétt og félagsmenn til greiðslna úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði lækna að fullnægðum skilyrðum sjóðsins og til afnota af orlofshúsum félagsins.