Læknafélag Íslands á aðild að ýmsum alþjóðlegum yfirlýsingum og samþykktum auk þess sem um störf og starfsumhverfi lækna gilda íslensk lög og reglur sem varða réttindi sjúklinga, vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og lög um persónuvernd sjúklinga.
Árlega undirrita nýútskrifaðir læknakandidatar stutta útgáfu af Hippocratesareiðnum í móttöku hjá LÍ sem haldin er til að heiðra verðandi lækna kynna þeim lög og reglur LÍ.