Norrænt samstarf

Norræna læknaráðið er samstarfsvettvangur læknafélaga á Norðurlöndum. Þetta samstarf hófst á sjötta áratugnum en Ísland kom inní samstarfið nokkru síðar eða á áttunda áratugnum. Til að byrja með funduðu stjórnir læknafélaganna annað hvert ár. Auk þeirra funda sem voru allstórir hittust fulltrúar stjórna félaganna einu sinni eða tvisvar á ári á minni og óformlegri fundum. Hugmyndir höfðu verið uppi um að færa þetta samstarf í formlegri búning og var tillaga þess efnis samþykkt á fundi Norræna læknaráðsins í Tromsö árið 1992. Fyrsti formlegi fundur stjórnar Norræna læknaráðsins var síðan haldinn í Reykjavík 8. september 1992 og var Sveinn Magnússon kjörinn fyrsti forseti ráðsins.  Norrænu læknafélögin hafa síðan skipst á þessu embætti  á tveggja ára fresti. Fundir stjórnar Norræna læknaráðsins eru haldnir tvisvar á ári og þar hittast formenn læknafélaganna. Á fundunum er farið yfir skipulag og stefnumörkun heilbrigðismála, það sem er helst er að gerast í þróun heilbrigðismála í hverju landi fyrir sig, kjaramál lækna og gjarnan er sammælst um samstarf á vettvangi WMA og CPME svo eitthvað sé nefnt.

 

Nokkrir hópar starfa undir Norræna læknaráðinu og hittast þeir reglulega. Norrænu siðfræðiráðin hittast annað hvert ár og fjalla þá um og ræða sameiginleg álitaefni.  Vinnuhópur sem ber heitirð Samnordisk Arbetsgrupp för Prognos- och Specialistutbildningsfrågor (SNAPS) hittist einu sinni á ári.  Sá hópur hefur í mörg ár tekið saman upplýsingar um fjölda lækna, gert mannaflaspár og tekið saman upplýsingar um framhaldsmenntun lækna á Norðurlöndunum.  Norrænu samninganefndirnar hittast einnig einu sinni á ári. Á þá fundi mæta fulltrúar úr samninganefndum læknafélaganna og fara yfir stöðuna í samningamálum lækna  

 

Heimasíður norrænu læknafélaganna:

Danska læknafélagið

Finnska læknafélagið

Norska læknafélagið

Sænska læknafélagið