Félagið kemur fram sem málsvari íslenskra augnlækna þegar kemur að ýmsum hagsmunamálum þeirra. Það stendur fyrir fræðslu fyrir augnlækna. Þannig er gjarnan efnt til 2ja daga ráðstefnu tvisvar á ári þar sem fengnir eru erlendir fyrirlesarar auk þess sem íslenskir vísindamenn sem vinna að rannsóknum á sviði augna og sjónar kynna niðurstöður sínar. Auk þess eru haldir styttri fræðslufundir eftir því sem tilefni gefst til.
Það gefur umsögn um lagafrumvörp og önnur málefni þegar leitað er eftir afstöðu augnlækna til einhvers máls
Það vinnur að sjónverndaramálum með ábendingum og ráðgjöf, t.d. um slysavarnir.
Það stuðlar að samvinnu augnlækna.
Formaður
Sigríður Þórisdóttir
Ritari
Sigríður Másdóttir
Gjaldkeri
Elínborg Guðmundsdóttir
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga