Lög Félags íslenskra brjóstaskurðlækna frá september 2023
1. Grein
Heiti félagsins
Félagið heitir „Félag íslenskra brjóstaskurðlækna“ en á ensku „The Icelandic Society of breast surgery“ . Félagssvæðið þess er landið allt. Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík
2.Grein
Tilgangur og markmið
Tilgangur félagsins er:
3.Grein
Félagsmenn
Rétt til inngöngu inn í félagið eiga þeir læknar sem hlotið hafa sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækningum með undirsérgrein í brjóstaskurðlækningum með eða án viðbótarsérfræðiþekkingu í onkoplastískum brjóstaskurðlækningum. Inntökubeiðni undirritaðri af þeim sem óskar að gerast félagsmaður skal komið til stjórnar félagsins sem heldur skrá um félagsmenn. Komi upp vafi um hvort umsækjandi uppfylli inntökuskilyrði skal stjórn félagsins skera úr. Uni umsækjandi ekki þeim úrskurði skal honum heimilt að leggja málið fyrir félagsfund sem þá sker endanlega úr um málið.
4.Grein
Félagsgjöld
Félagsmenn greiða félagsgjöld sem rennur í félagssjóð og er ætlað að standa straum af rekstri félagsins. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Heiðursfélagar og félagsmenn, sem hættir eru læknisstörfum sakir aldurs eða sjúkdóms, eru undanþegnir félagsgjöldum.
5.grein
Úrsagnir úr félaginu
Úrsögn úr félaginu getur átt sér stað að félagsmaður er skuldlaus við félagið og skal vera skrifleg. Hún skal afhent formanni félagsins eða stjórn.
6.grein
Stjórn félagsins
Stjórn félagsins skipa þrír menn: formaður, ritari og gjaldkeri. Heimilt er að sömu einstaklingar sitji í stjórn fleiri tímabil samfellt. En eigi lengur en tvö kjörtímabil, þ.e. 6 ár
Formaður félagsins kveður til stjórnarfunda og stjórnar þeim. Formanni er skylt að halda stjórnarfund óski a.m.k. 2 stjórnarmenn eftir því. Formaður undirritar gerðarbækur félagsins og gætir þess að allir stjórnarmenn geri skyldu sína. Hann hefur eftirlit með starfsemi félagsins og eftirlit með því að lögum þess og samþykktum sé fylgt í öllum greinum.
Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð á eigum félagsins. Stjórnin skal hafa vakandi auga á öllu því, er varðar lækna og störf þeirra og gæta hagsmuna þeirra. Hún kemur fram fyrir hönd félagsmanna, veitir umsagnir og miðlar upplýsingum til félagsmanna og annarra um það er varðar læknastéttina og hlutverk hennar.
Ritari ber ábyrgð á því að gerðarbækur félagsins séu haldnar og færðar í þær allar fundargerðir og lagabreytingar. Hann undirritar gerðarbækur félagsins ásamt formanni. Heimilt er að hljóðrita fundi félagsins. Gjaldkeri hefur á hendi eftirlit með fjárreiðum félagsins og bókfærslu eftir nánari ákvörðun stjórnarinnar.
7.grein
Kjör heiðursfélaga
Stjórn félagsins getur valið heiðursfélaga úr hópi lækna, vísindamanna eða velunnara félagsins. Val heiðursfélaga skal vera einróma ákvörðun og skal tilkynna á aðalfundi.
8.grein
Fundir
Aðalfundur skal haldinn fyrir lok desember ár hvert og fer hann með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Dagskrá og tillögur til lagabreytinga skulu fylgja fundarboði. Stjórn félagsins boðar til félagsfunda eftir þörfum eða samkvæmt aðalfundarályktunum eða þegar fjórðungur félagsmanna krefst þess.
9.grein
Aðalfundur
Aðalfundur er lögmætur þegar löglega er til hans boðað. Formaður tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundinum um önnur málefni en lagabreytingar og falla tillögur á jöfnum atkvæðum. Skrifleg atkvæðagreiðsla skal fara fram ef einhver fundarmanna krefst þess.
10 grein
Reikningsár
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
11.grein
Ýmis ákvæði
Lögum þessum verður ekki breytt nema á lögmætum aðalfundi, enda greiði 2/3 fundarmanna atkvæði með breytingunni. Tillögur að breytingum þurfa að hafa borist stjórninni svo tímanlega að þeirra sé hægt að geta í fundarboði. Eldri lög félagsins falla úr gildi við samþykkt þessara laga.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga