Lög FÍR

Félag íslenskra rannsóknarlækna
(áður Félag íslenskra meinafræðinga/FÍSMEIN)

Lög FÍSMEIN

 

1. Nafn félagsins er Félag íslenskra meinafræðinga. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. Markmið félagsinsn er að efla læknisfræðilega meinafræði hér á landi og standa vörð um hagsmuni, kjarmamál, starfsaðstöðu og menntun meinafræðinga.

3. Félagar geta þeir læknar orðið sem eru sérfræðingar í einhverri sérgrein meinafræði hér á landi. Sótt er um aðild að félaginu til stjórnar. Aðrir læknar sem hafa meinafræði að aðalstarfi geta orðið félagar með samþykki almenns félagsfundar, enda séu þeir ekki jafnframt félagar í öðru sérgreinafélagi hér á landi.

4. Stjórn félagsins skipa formaður, ritari og gjaldkeri og skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára. Enginn má gegna sama embætti í stjórn félagsins lengur en tvö kjörtímabil í senn. Aðalfundur kýs einn endurskoðanda og annan til vara.

Með stjórninni starfar kjaramálanefnd skipuð þremur mönnum og skulu þeir skipaðir af stjórninni.

5. Aðalfund skal halda í apríl eða maí annað hvert ár og skal hann boðaður bréflega eða með tölvupósti með viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef boðað er til hans á löglegan hátt.

      Dagskrá aðalfundar skal vera:

      1) Skýrsla stjórnar

      2) Samþykkt reikninga

      3) Lagabreytingar, ef tillögur berast þar um

      4) Ákvörðun félagsgjalds

      5) Kosning stjórnar og endurskoðanda

      6) Önnur mál

6. Almennir fundir skulu haldnir svo oft sem stjórn þykir ástæða til eða ef 1/3 félagsmanna óskar þess.
Atkvæðisrétt á aðalfundi og almennum fundum hafa allir fullgildir félagar. Halda skal gerðabók um alla stjórnar og félagsfundi.

7. Lögum þessum sem samþykkt voru á stofnfundi félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi með atkvæðum 2/3 fundarmanna, enda hafi tillögur um lagabreytingar fylgt aðalfundarboði.

 


Til baka