Fundargerð aðalfundar Félags íslenskra röntgenlækna 2023
Tímasetning: fimmtudagur, 2. febrúar 2023
Staðsetning: Bragginn, Nauthólsvegur, Reykjavík
Fundarmenn:
Stjórn FÍR: Helgi Már Jónsson, Margrét Sturludóttir, Jóhann Davíð Ísaksson,
Enrico Bernardo Arkink
Aðrir fundarmenn: Iðunn Leifsdóttir, Ágústa Andrésdóttir, Kolbrún
Benediktsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Börkur Aðalsteinsson, Pétur Hörður
Hanneson, Stefán Kristjánsson, Jörgen Albrechtsen, Viktor Ágúst Sighvatsson,
Guðrún Lilja Óladóttir, Mariella Tsirilaki, Auður Sigbergsdóttir.
Formaður félagsins setti fundinn kl. 19.06 og skipaði Enrico Bernardo Arkink
fundarritara. Fundurinn var löglega boðaður. Dagskrá var samkvæmt lögum
félagsins.
1. Skýrsla formanns
Síðasti aðalfundur (28.10.2021) var í miðju COVID faraldurs. Þá var Jóhann Davíð Ísaksson skipaður meðstjórnandi í staðinn fyrir Sigríði Möller og var
Guðrún Lilja Óladóttir kjörin endurskoðandi. Síðan þá var haldinn fræðslufundur 21. september 2022 kl. 17.15 í Dönsku Stofunni á Geira Smart.
Fundurinn var skipulagur af Icepharma/BAYER en var hóflega mætt.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
Margrét Sturludóttir gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins. Árgjald hefur verið greitt í norræna röntgenfélagið, ACTA radiologica, ESC og UEMS eins og áður. Ekki hefur verið rukkað fyrir félagsgjöldum síðasta ár. Engu að síður stendur félagið áfram mjög vel fjárhagslega.
3. Skýrslur nefnda
Félag íslenskra röntgenlækna aðili í eftirfarandi félögum og nefndum:
UEMSRadiology https://www.uemsradiology.eu/
UEMSNeuroradiology: Stefán Kristjánsson
Norræna röntgenfélagið: Helgi Már Jónsson og Maríanna Garðarsdóttir.
Helgi Már Jónsson situr í stjórn ACTA Stiftelsen sem fulltrúi FÍR.
ESR
● Quality, Safety and Standards Committee: Halldór Benediktsson
● Education Committee: Maríanna Garðarsdóttir
● Research Committee: Helgi Már Jónsson
Ekki náðist að safna saman upplýsingum um störf nefnda fyrir aðalfundfund FÍR.
4. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar voru lagðar fram.
5. Ákvörðun félagsgjalda
Ekki hefur verið rukkað fyrir félagsgjöldum síðastu ár en er það í höndum nýrrar stjórnar að ákveða hvort og hvenær það hefst. Félagsgjöld voru ákvörðuð 15.000 kr/ári fyrir fulla aðild á aðalfundi 28.10.2021. Eins og áður greiða eldri félagar sem hætt hafa störfum vegna aldurs, deildarlæknar og heiðursfélagar ekki árgjald.
6. Kjör stjórnar
Engin í núverandi stjórn gefur kost á frekari stjórnarsetu var óskað eftir framboðum í stöðu formanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Það barst
framboð frá Hjalta Má Þórissyni í formann, Haraldi Bjarnasyni í ritara, Arnari Þórissyni í gjaldkera og Guðrúnu Lilju Óladóttur í meðstjórnanda. Framboð
þeirra var samþykkt einróma af fundargestum.
7. Kjör endurskoðanda
Auður Sigbergsdóttir var kjörin endurskoðandi ársreiknings.
8. Kjör fulltrúa í stjórn Norræna röntgenlæknafélagsins
Maríanna Garðarsdóttir skipar annað af tveimur nefndarsætum Íslands.
Helgi Már Jónsson gefur ekki lengur kost á sér hitt nefndarsæti í stjórn Norræna
röntgenlæknafélagsins og óskað var því eftir framboði í það embætti. Engin
framboð bárust.
9. Önnur mál
Ekki voru önnur mál rædd.
Fundi slitið
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga