Lög Félags íslenskra Röntgenlækna
1. gr.
Félagið heitir Félag íslenskra röntgenlækna. Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Markmið félagsins er að efla þróun læknisfræðilegrar myndgreiningar hér á landi og stuðla að kynningu fagsins og samstarfi við hliðstæð félög í öðrum löndum. Þá ber félaginu að standa vörð um hagsmuna- og kjaramál félagsmanna, í samvinnu við stjórnir Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélag Íslands.
3. gr.
Félagar geta orðið sérfræðingar í myndgreiningu og klínískri lífeðlisfræði, læknar við sérnám í myndgreiningu og læknar sem starfa við læknisfræðilega myndgreiningu.
4. gr.
Stjórn félagsins skipa fjórir menn: formaður, ritari, féhirðir og meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára. Kosning skal vera skrifleg sé þess óskað. Engum er ætlað að vera í stjórn lengur en tvö kjörtímabil í senn í sama embætti.
5. gr.
Aðalfundur skal haldinn í apríl annað hvert ár og er löglegur, sé til hans boðað með bréfi og/eða á rafrænan hátt með tveggja vikna fyrirvara. Tillögur um lagabreytingar skulu fylgja aðalfundarboði. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
6. gr.
Fundir skulu ekki haldnir sjaldnar en tvisvar á ári, en ella svo oft, sem stjórn þykir ástæða til. Skal til þeirra boðað með bréfi og/eða á rafrænan hátt með viku fyrirvara. Dagskrá skal tilkynnt í fundarboði.
7. gr.
Félagið getur kjörið sér heiðursfélaga, innlenda eða erlenda, er unnið hafa sér orðstír vegna vísindalegrar vinnu í faginu eða stuðlað að framgangi þess. Sérhver félagi getur lagt fram tillögu um heiðursfélaga í samráði við stjórn félagsins. Fyrir kjöri heiðursfélaga þarf samþykki ¾ fundarmanna á löglega boðuðum fundi.
8. gr.
Lög þessi eru samþykkt á lögmætum aðalfundi 29. apríl 2009.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga