Lög Félags HNE lækna

Lög Félags íslenskra háls- nef- og eyrnalækna

stofnað 1955

1.grein

Félagið heitir Félag íslenskra háls- nef- og eyrnalækna (The Icelandic Society of Oto- Rhino- Laryngology, Head and Neck Surgery). Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein

Markmið félagsins er að efla þróun háls- nef- og eyrnalækninga hér á landi og stuðla að kynningu og samstarfi við hliðstæð félög í öðrum löndum. Félaginu ber að standa vörð um hagsmunamál félagsmanna í samvinnu við stjórnir annarra íslenskra læknafélaga og Læknafélags Íslands.

3. grein

Félagar geta þeir orðið, sem öðlast hafa sérfræðiviðurkenningu í háls- nef- og eyrnalækningum á Íslandi.

4. grein

Stjórn félagsins skipa þrír menn, formaður, ritari og gjaldkeri. Stjórn skal kjósa á aðalfundi til þriggja ára í senn.

5. grein

Aðalfund skal halda í marsmánuði ár hvert. Til hans skal boða skriflega með viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur, ef rétt er til hans boðað. Í atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Á aðalfundi er skýrsla stjórnar fyrir undangengið starfsár kynnt og rædd, gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins, ákvörðun tekin um félagsgjöld næsta árs, stjórnarmenn kjörnir ef við á (sjá 4. grein), og önnur mál tekin fyrir. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 15. febrúar. Reikningsár félagsins er almanaksárið.

6. grein

Fundir skulu haldnir svo oft, sem stjórn þykir ástæða til. Dagskrá skal tilkynna í fundarboði.

7.grein

Félagið getur kjörið heiðursfélaga innlenda eða erlenda, er unnið hafa sér orðstír í sérgreininni eða stuðlað að framgangi hennar. Sérhver félagi getur lagt fram tillögur um heiðursfélaga í samráði við stjórn félagsins.

8.grein

Lögum þessum má breyta á aðalfundi og ræður einfaldur meirihluti atkvæða.

9.grein

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Læknadeildar Háskóla Íslands.

 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins 27. júní 2003, með breytingum samþykktum á aðalfundi 17.október 2017


Til baka