Nú er hafinn síðasti starfsvetur núverandi stjórnar. Að baki eru tvær vel heppnaðar ferðir í Kaldalón og til Skotlands og Sveinn Magnússon kom til okkar sem fyrirlesari á fyrsta fund, 11. September. Fyrsta vikan í október verður viðburðarík, Stefán Pálsson mun fjalla um sögu herstöðvabarátttunnar miðvikudaginn 2. október og tveimur dögum síðar, föstudaginn 4. október verður haldið upp á 30 ára afmæli Öldungadeildar með veislu í Hlíðasmára 8, sem stendur frá kl. 16 til 20. Þar verður færð fram holl blanda af vísindum og gleði. Á næsta fundi þar á eftir, 6. nóvember, verður fyrirlesari Óttar Guðmundsson og talar um Sigurð Breiðfjörð. Fræðslufundir verða síðan áfram samkvæmt venju fyrsta miðvikudag hvers mánaðar fram í maí. Öldungadeild stendur fyrir einu málþingi á komandi Læknadögum, þriðjudaginn 21. Janúar eftir hádegi undir yfirskriftinni “eitt sinn skal hver deyja” og sér um einn hádegisfund á miðvikudeginum og þá verður fjallað um að “matur er mannsiins megin”.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga