Áhætta í skimununum fyrir Landspítala - Vitnað í Pál Matthíasson á RÚV

Veruleg áhætta verður fyrir Landspítala í sumar að hefja skimanir á Keflavíkurflugvelli í stað tveggja vikna sóttkvíar fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands. Spítalinn fer strax á hættustig með fyrsta sjúklingi sem þarfnast innlagnar, með tilheyrandi röskun á starfsemi spítalans.

Þetta kemur fram í heildarmati Landspítalans á afleiðingum af opnun landamæra. RÚV greinir frá. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, skrifar undir matið. Það var sent heilbrigðisráðuneytinu í síðustu viku samkvæmt fréttastofu RÚV. 

Páll segir í matinu að Landspítali geti sinnt væntum verkefnum sem hljótast af opnun landsins fyrir ferðamönnum og áhættu sem því fylgir á útbreiðslu COVID-19.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Lesa má frétt RÚV hér.

Lesa má matið hér.