Áhættusamt hjá Donald Trump - Bryndís í Morgunútvarpinu

Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala var í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun og ræddi veikindi Donald Trump Bandaríkjaforseti. COVID-19 smit hans vekur heimsathygli. Rætt var um stöðuna í Bandaríkjunum og meðferðina sem Bandaríkjaforseti hefur fengið. 

„Já, ég myndi segja að þetta hafi verið áhættusamt. Læknar á Walter Reed hafa gagnrýnt þessa bílferð,“ sagði Bryndís um bílferð Bandaríkjaforseta af spítalanum sem hann var lagður inn á vegna COVID-19 sýkingar. Trump sé líklega á fjórða degi einkenna og talað um að honum líði betur. 

„Svo bendi ég á að reynsla okkar hefur sýnt að þetta sé tveggja fasa veikindi,“ segir hún um COVID-19. Á níunda til þrettánda degi geti fólk lent í vandræðum. Fólk fái alvarlega lungnabólgu og veikist.

Mynd/Læknablaðið/gag

 Hlusta má á viðtalið hér.