Áherslur í heilbrigðismálum - ferð án fyrirheits ?

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segir að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ekki styrkt með því að drepa niður einkaframtakið.

Íslenskt heil­brigð­is­kerfi hefur um ára­tuga­skeið reitt sig á þjón­ustu margs­konar sjálf­stætt starf­andi félaga, fyr­ir­tækja og stofn­ana sem hafa í sam­vinnu við opin­bera aðila lagt hér grunn að öfl­ugri heil­brigð­is­þjón­ustu. Það skýtur því skökku við, að á sama tíma og áskor­anir í heil­brigð­is­þjón­ustu lúta fyrst og fremst að nýt­ingu fjár­muna og þróun þjón­ust­unnar til að mæta sívax­andi og síbreyti­legum kröf­um, virð­ast stjórn­völd vinna að því að steypa þjón­ustu­veit­endur í sama rík­is­rekna mót­ið.

Margoft hefur verið bent á að það sé ekki væn­legt til árang­urs að bæta fjár­magni í heil­brigð­is­kerfið án þess að hafa skýra sýn á hvernig því sé best var­ið.  Það er kallað eftir tækni­m­ið­aðri, fjöl­breyttri og ein­stak­lings­mið­aðri þjón­ustu. Við þær aðstæður þarf ein­beittan vilja til að kom­ast hjá því að leggja áherslu á fjöl­breytni og val­frelsi. 

 

Sjá grein á kjarninn.is