Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segir að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ekki styrkt með því að drepa niður einkaframtakið.
Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur um áratugaskeið reitt sig á þjónustu margskonar sjálfstætt starfandi félaga, fyrirtækja og stofnana sem hafa í samvinnu við opinbera aðila lagt hér grunn að öflugri heilbrigðisþjónustu. Það skýtur því skökku við, að á sama tíma og áskoranir í heilbrigðisþjónustu lúta fyrst og fremst að nýtingu fjármuna og þróun þjónustunnar til að mæta sívaxandi og síbreytilegum kröfum, virðast stjórnvöld vinna að því að steypa þjónustuveitendur í sama ríkisrekna mótið.
Margoft hefur verið bent á að það sé ekki vænlegt til árangurs að bæta fjármagni í heilbrigðiskerfið án þess að hafa skýra sýn á hvernig því sé best varið. Það er kallað eftir tæknimiðaðri, fjölbreyttri og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Við þær aðstæður þarf einbeittan vilja til að komast hjá því að leggja áherslu á fjölbreytni og valfrelsi.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga