Læknafélag Íslands sendir ákall á ríkisstjórnina vegna ríkjandi neyðarástands í heilbrigðiskerfi landsins. Félagið krefst þess að ráðist verði í aðgerðir á margumræddum vanda tafarlaust enda sé núverandi ástand bæði óboðlegt og hættulegt. Þá lýsir LÍ sig reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld um aðgerðir til lausnar á vandanum.
„Aðgerðarleysi stjórnvalda, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir, stefnir heilsu þjóðarinnar í hættu,“ segir í ákalli LÍ sem var samþykkt á aðalfundi félagsins á föstudaginn.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga