Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og læknir á bráðadeild Landspítala, lýsir yfir áhyggjum sínum í frétt á mbl.is af smithættu á biðstofum Landspítalans. Nefnir hann sérstaklega á biðstofu bráðamóttöku sem er nú aðeins ein, í stað tveggja fyrir faraldur.
Hann bendir á að veikir, slasaðir, börn, fullorðnir og erlendir ferðamenn bíði í litlu rými. Biðtíminn geti verið langur.
„Við erum í aðþrengdu húsnæði vegna þessa og við höfum ekki séð neitt til bóta fram undan. Að mörgu leyti er miklu erfiðari aðstaða til að sinna slösuðum og veikum í dag heldur en var fyrir COVID,“ segir Vilhjálmur við mbl.is.
„Rætt var um að það ætti að nýta tímann til þess að styrkja heilbrigðiskerfið til þess að takast á við vandann sem fylgir COVID,“ segir Vilhjálmur við mbl.is. „Það eina sem ég sé að hafi verið gert er tilkoma COVID-19 göngudeildar. Aðstæður þar sem ég vinn á bráðamóttöku hafa aldrei verið verri gagnvart veiku og slösuðu fólki,“ segir Vilhjálmur.
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga