Hvorki Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga né Læknafélag Íslands hefur fengið formlega kynningu á fyrirhuguðum skipuritsbreytingum á Landspítalanum.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, kynnti breytingarnar, sem gerðar eru í skugga rekstrarhalla spítalans, fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins á fundi í gær. Í breytingunum felst meðal annars að framkvæmdastjórum á Landspítalanum verður fækkað um nær helming og sviðsskrifsstofum úr níu í tvær til þrjár til þess að ná samlegð.
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að miðað við hversu stutt sé í innleiðinguna finndist honum eðlilegt að Læknafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og fleiri fagfélögum hefði verið boðið að sitja kynningarfundinn í gær.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga