Almenna reglan að fólk myndi mótefni - Már á RÚV

„Hin almenna regla er sú að fólk sýkist einu sinni og myndi síðan mótefni þegar það hefur jafnað sig,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, í viðtali við RÚV.

Már segir að niðurstaða rannsóknar um bandarískan mann sem smitaðist aftur af kórónuveirunni og varð veikari í seinna skiptið, sé athyglisverð. Hún geti leitt til þekkingarauka á því hvernig ónæmiskerfið er uppbyggt. Hún breyti þó ekki stóru myndinni um kórónuveirufaraldurinn.  Niðurstaðan birtist í vísindatímaritinu The Lancet.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Lesa má frétt RÚV hér.

Grein The Lancet hér.

Frétt RÚV um grein The Lancet hér.