Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði.
Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi.
Sjá frétt á visir.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga