Meðfylgjandi ályktun var samþykkt á fundi Félags ristil- og endþarmsskurðlækna 27. Október 2021:
Tilefni þessarar ályktunar er höfnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á að kollegi okkar Helgi Birgisson sérfræðingur í ristil- og endaþarmsskurðlækningum geti starfað eftir ákveðnum gjaldliðum gjaldskrá meltingarlækna.
Speglanir á maga, ristli, endaþarmi og öðrum kviðaholslíffærum eru stundaðar af einstaklingum með menntun í speglunarlækningum og geta þeir haft grunnmenntun í til dæmis skurð- eða lyflækningum.
Við sem höfum numið ristil- og endaþarmsskurðlækningar erum með menntun í speglunum enda er eru speglanir nauðsynlegar til þess að geta greint og meðhöndlað sjúklinga með ristil- og endaþarmsvandamál.
Á Íslandi hafa sjálfstætt starfandi speglunarlæknar notast við gjaldskrárliði sjúkratrygginga sem eru undir meltingarlækningum, enda taka SÍ þátt í greiðslu sjúklingahluta speglana sem gerðar eru af skurðlæknum sem starfa í sjálfstæðum rekstri og hafa menntun til að gera speglanir.
Við ályktum að:
Ristil- og endþarmsskurðlæknar eigi að hafa sama rétt og aðrir læknar með menntun í speglunum og hyggjast starfa sjálfstætt.
SÍ endurskoði þá ákvörðun að útiloka kollega okkar Helga Birgisson frá því að gera speglanir í sjálfstætt starfandi rekstri með því að neita að greiða hlut SÍ í kostnaðir þeirra sjúklinga sem leita til hans og þarfnast speglana.
SÍ taki fremur mið af menntun, kunnáttu og reynslu viðkomandi læknis sem hyggjast starfa sjálfstætt við speglanir og ekki hvaða sérgrein viðkomandi einstaklingur hefur grunnmenntun til.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga