Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, segir brýnt að fá öflug og sjálfvirk tæki til að greina sýni eftir að landið verður opnað 15. júní. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Þar segir hann að deildin geti greint fimm hundruð sýni á dag í takmarkaðan tíma. Spurningin sé því hvort fá eigi fleiri til að greina sýni á meðan ástand deildarinnar sé svona. Aukin sjálfvirkni auki afkastagetu og dragi úr hættu á mistökum.
„[O]kkur vantar sjálfvirknina til þess að undirbúa sýnin í tækin. Það er mjög mikil handavinna og álag á starfsfólkið að gera það eins og við gerum núna ef að sýnafjöldinn er mikill. Þá er líka meiri hætta á mistökum þannig að það er brýnt að auka sjálfvirknina eins og hægt er.“
Mynd/RÚV/Skjáskot
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga