„Ungt fólk á aldrinum 18 og 19 ára, sem í dag er óheimilt að hafi áfengi við hönd, verður heimilt að hafa í fórum sínum neysluskammta af fíkniefnum verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta samþykkt. Þetta ósamræmi frumvarpsins og gildandi áfengislöggjafar er eitt þeirra atriða sem bent er á í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í frétt á mbl.is
Þar er vísað í álit Læknafélags Íslands: LÍ „leggst eindregið gegn því að þetta frumvarp verði samþykkt,“ segir í umsögn félagsins sem vekur athygli á því að af „óskýrðum ástæðum“ hafi frumvarpið ekki verið sent félaginu til umsagnar eins og tíðkast hefur. Þá segir að á hverju ári láti ungt fólk lífið vegna fíknar. „LÍ leggur áherslu á að efla og auka meðferðarúrræði fyrir þá sem berjast við fíkn og verja auknu fjármagni til slíkra verkefna.“
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Sjá frétt mbl.is hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga