Bið eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi hefur lengst. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ljóst sé að enn bíði meirihluti sjúklinga of lengi eftir aðgerð. Þetta kemur fram í skýrslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um liðskiptaaðgerðir. Skýrslan, sem var unnin að beiðni Ásmundar Friðrikssonar og fleiri alþingismanna, var lögð fram á Alþingi fyrir helgi.
Ýmislegt áhugavert er í skýrslunni. Sjá má að á árunum 2015-2020 greiddi ríkið 91 aðgerð sem gerð var erlendis niður. Kostnaðurinn nam rúmum 300 milljónum króna, eins og sjá má á síðu 13.
29 vikur voru meðalgildi biðtíma vegna liðskipta í mjöðm á Landspítala, 20 vikur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, 26 vikur á Akranesi og 3 á Klíníkinni. Bent er á í skýrslunni dulinn biðtíma, því sjúklingar fari ekki á biðlista fyrr en skurðlæknir á aðgerðastað hafi metið þörfina.
Skýrsluna má finna í heild sinni hér.
Áskrifendur að Morgunblaðinu nálgast frétt um skýrsluna hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga