Bogi Jónsson bæklunarskurðlæknir var eini Íslendingurinn sem lauk heilli keppni (full-distance) í Extreme Triathlon sem haldið var á Snæfellsnesi þann 10. Júlí. Hann var jafnframt elsti keppandinn og er 63 ára gamall. Bogi lauk keppninni á rúmlega 19 og hálf klukkustund.
„Tilfinningin að koma í mark var svolítið sérstök því ég reiknaði aldrei með því að komast fyrir „cut-down“-tímann. Ég eiginlega geri mér ekki grein fyrir því ennþá að ég hafi náð þessum árangri,“ segir hann í viðtali við Morgunblaðið.
Það segir einnig að keppninni svipi til svokallaðs járnkarls en vegalengdir eru aðeins lengri og aðstæður erfiðari að sögn Boga. “Keppendur synda 3,86 kílómetra í Lárós undir Kirkjufelli, hjóla 205,5 kílómetra um Snæfellsnesið með 2.683 metra hækkun og hlaupa svo 42,2 kílómetra með 1.496 metra hækkun frá Ólafsvík að Arnarstapa og til baka.”
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Sjá viðtalið við Boga hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga