Fyrir sjö árum var byrjað að bólusetja við pneumókokkum á Íslandi. Nokkru síðar hófst umfangsmikil rannsókn á áhrifum bólusetningarinnar. Henni stjórnuðu þrír íslenskir læknar, Ásgeir Haraldsson, Karl G. Kristinsson og Helga Erlendsdóttir og er hún unnin í samstarfi við háskólana í Oxford og Cambridge. Rannsóknin var styrkt m.a. af lyfjarisanum GlaxoSmithKline.
Samúel tók þátt í þessari rannsókn og varði doktorsritgerð sínaí læknavísindum í síðustu viku. Hann segir að pneumókokkar séu bakteríur sem geta valdið mjög alvarlegum sýkingum hjá börnum.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga