Bólusetning dregur úr alvarlegum sýkingum

Samúel Sigurðsson læknir segir að alvarlegar sýkingar vegna pneumókokka bakteríunnar séu nánast horfnar eftir að farið var að bólusetja börn við bakteríunni. Það sýni niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á áhrifum bólusetningarinnar


Fyrir sjö árum var byrjað að bólusetja við pneumókokkum á Íslandi. Nokkru síðar hófst umfangsmikil rannsókn á áhrifum bólusetningarinnar. Henni stjórnuðu þrír íslenskir læknar, Ásgeir Haraldsson, Karl G. Kristinsson og Helga Erlendsdóttir og er hún unnin í samstarfi við háskólana í Oxford og Cambridge. Rannsóknin var styrkt m.a. af lyfjarisanum GlaxoSmithKline.

Samúel tók þátt í þessari rannsókn og varði doktorsritgerð sínaí læknavísindum í síðustu viku. Hann segir að pneumókokkar séu bakteríur sem geta valdið mjög alvarlegum sýkingum hjá börnum.

                                                         Hér má hlusta og lesa frétt