"Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Frásagnirnar bera því miður vitni um kynbundna áreitni, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi, jafnvel þannig að áhrif hafi haft á starfsferil viðkomandi konu. Það er óásættanlegt." segir í yfirlýsingu 341 konu í læknastétt.
Læknafélag Íslands tekur undir og styður þetta átak kvenna í læknastétt. Þetta verður til umræðu á læknadögum í janúar n.k. og við erum viss um að það er órofa samstaða um að stöðva slíka framkomu.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga