„Við erum náttúrulega búin að vera að vinna að þessum samningi í langan tíma eftir mjög langt samningsleysi,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur um nýjan fimm ára samning Læknafélags Reykjavíkur og sérgreinalækna við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ).
Ragnar kveðst bjartsýnn á að Læknafélag Reykjavíkur samþykki samninginn enda hefði hann ekki samþykkt samninginn fyrir hönd félagsins nema hann stæði í þeirri trú.
Í samtali við mbl.is kveðst hann nýkominn af þéttsetnum fundi þar sem hann og félagsmenn hafi átt heiðarlegt og opið spjall um samninginn, sem hann segir löngu tímabæran. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur nú yfir meðal félagsmanna.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga