Brutu hlutina til mergjar

„Við erum nátt­úru­lega búin að vera að vinna að þess­um samn­ingi í lang­an tíma eft­ir mjög langt samn­ings­leysi,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur um nýj­an fimm ára samn­ing Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur og sér­greina­lækna við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands (SÍ).

Ragn­ar kveðst bjart­sýnn á að Lækna­fé­lag Reykja­vík­ur samþykki samn­ing­inn enda hefði hann ekki samþykkt samn­ing­inn fyr­ir hönd fé­lags­ins nema hann stæði í þeirri trú.

Í sam­tali við mbl.is kveðst hann ný­kom­inn af þétt­setn­um fundi þar sem hann og fé­lags­menn hafi átt heiðarlegt og opið spjall um samn­ing­inn, sem hann seg­ir löngu tíma­bær­an. At­kvæðagreiðsla um samn­ing­inn stend­ur nú yfir meðal fé­lags­manna.

Sjá nánar frétt á mbl.is