Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru með nýja kerfinu um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður.
Þetta kemur fram í úttekt SÍ á reynslunni af kerfinu fyrsta árið, en úttektin var kynnt á blaðamannafundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum kom einnig fram að útgjöld vegna sjúkraþjálfunar og sérgreinalækna færu samanlagt um 700 milljónir umfram fjárheimildir.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginmarkmiðin með greiðsluþátttökukerfinu hafa náðst, en helsta markmiðið var að koma í veg fyrir íþyngjandi kostnað þeirra sem þurfa mest að nýta sér heilbrigðiskerfið.
Þá segir Svandís að notkun heilsugæslunnar hafi aukist og tilvísanakerfi barna virðist skila árangri, en nú komi um 50% barna til sérfræðilækna með tilvísun frá heilsugæslu, en þá er þjónustan nær gjaldfrjáls. Þetta hlutfall var 20% skömmu eftir að tilvísanakerfið tók gildi.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga