Byrðunum lyft af þeim veikustu

Hlut­fall Sjúkra­trygg­inga Íslands í heild­ar­út­gjöld­um ein­stak­linga sem nýta sér heil­brigðisþjón­ustu hef­ur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátt­töku­kerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heild­ar­út­gjöld sjúk­linga eru með nýja kerf­inu um 1,5 millj­örðum króna lægri á árs­grund­velli en áður.

Þetta kem­ur fram í út­tekt SÍ á reynsl­unni af kerf­inu fyrsta árið, en út­tekt­in var kynnt á blaðamanna­fundi í vel­ferðarráðuneyt­inu í dag. Á fund­in­um kom einnig fram að út­gjöld vegna sjúkraþjálf­un­ar og sér­greina­lækna færu sam­an­lagt um 700 millj­ón­ir um­fram fjár­heim­ild­ir.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir meg­in­mark­miðin með greiðsluþátt­töku­kerf­inu hafa náðst, en helsta mark­miðið var að koma í veg fyr­ir íþyngj­andi kostnað þeirra sem þurfa mest að nýta sér heil­brigðis­kerfið.

Þá seg­ir Svandís að notk­un heilsu­gæsl­unn­ar hafi auk­ist og til­vís­ana­kerfi barna virðist skila ár­angri, en nú komi um 50% barna til sér­fræðilækna með til­vís­un frá heilsu­gæslu, en þá er þjón­ust­an nær gjald­frjáls. Þetta hlut­fall var 20% skömmu eft­ir að til­vís­ana­kerfið tók gildi.

 

Sjá nánar á mbl.is