Rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sýna að hún varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum. Þetta má lesa úr svari Vísindavefjarins við spurningunni um hvernig vísindamenn viti að veiran var ekki gerð á tilraunastofu.
Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, samdi svarið fyrir Vísindavefinn. Hann var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun og má heyra viðtalið við hann hér á mínútu 0.34.38.
Jón Magnús var einnig í viðtali í Harmageddon á dögunum. Hér er það.
Hér má lesa svar hans fyrir Vísindavefinn.
Mynd/RÚV/gag
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga