Covid-19 sjúklingar til meðferðar á Reykjalundi - Stefán í Kveik

Sex sjúklingar hafa farið til meðferðar á Reykjalund eftir að hafa veikst af Covid-19. Þeim fjölgar eftir því sem fleiri útskrifast. Þetta kom fram í fréttaskýringaþætti RÚV, Kveik, í gærkvöldi.

Stefán Yngvason, endurhæfingalæknir og formaður starfsstjórnar á Reykjalundi, sagði frá því að þeir sem kæmu á Reykjalund væru einstaklingar sem ekki gætu farið beint heim.

„Þeir eru búnir með sín veikindi en búa við færnisskerðingu af ýmsu tagi. Og þeir þurfa alls konar aðstoð, við klæðnað, við að komast á fætur aftur,“ sagði hann í Kveik. 

Stefán sagði að þeir kvarti undan mikilli þreytu, en önnur einkenni séu ólík á milli manna. Verkefnið nú sé að hjálpa fólki svo það geti farið heim.

Sjá innslagið hér.