COVID-19 smitist áður en einkenni komi fram - Jón Magnús og Vísindavefurinn

Markverður hluti af dreifingu COVID-19 á sér stað áður en einkenni koma fram. Þetta kemur fram í svari Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavef Háskóla Íslands. Einkenni geri vart við sig 5-6 dögum eftir smit.

„Líklegast eru einstaklingar mest smitandi af COVID-19 á fjögurra daga tímabili sem hefst tveimur dögum áður en einkenni gera vart við sig og nær til loka annars dags eftir upphaf einkenna,“ segir í svarinu sem Jón vinnur með Jóni Gunnari Þorsteinssyni, bókmenntafræðingi og ritstjóra Vísindavefjarins.

Í samantekt í greininni segir orðrétt:

  • Það tekur nokkra daga fyrir einstakling að verða smitandi af COVID-19 - að jafnaði um 3-4 daga frá smiti.
  • Einstaklingur með COVID-19 getur verið smitandi áður en einkenni koma fram.
  • Hættan á smiti virðist vera mest á tímabili frá tveimur dögum áður en einkenni gera vart við sig til loka annars dags eftir upphaf einkenna.
  • Mikill breytileiki er hins vegar á milli einstaklinga og almennt gildir mikilvægi sóttkvíar, almennrar smitgátar og notkun gríma til að minnka hættu á dreifingu.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Lesa má svarið á Vísindavefnum hér.
Frétt Vísis um svarið.