Jón Snædal öldrunarlæknir og fyrrverandi forseti WMA, Alþjóðasamtaka lækna, svarar pistli Bjarna Jónssonar og Sylviane Lecoultre í Kjarnanum 28. september. Bjarni og Sylviane, sem eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu Félagi um dánaraðstoð, skrifa pistil í Kjarnanum 26. september sl. um „Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðsoð.” Í pistlinum gagnrýna þau m.a. orðanotkunina „líknardráp” fyrir gríska orðið "euthanasia" .
Í svarpistli sínum segir Jón m.a.: Höfundar pistilsins leggja til að nota orðið „dánaraðstoð” enda er það í heiti félagsins sem þau tala fyrir. Samsetta orðið „líknardráp” hefur óvenju mikið innra ósamræmi þar sem saman fara orðið „líkn” sem hefur mjög jákvæða skírskotun og orðið „dráp” sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Það hefur þó verið notað sem lýsing á því sem á grísku heitir „euthanasia” (ekki latínu eins og segir í skýrslu ráðherra) sem þýðir „góður dauði” og er líknardráp því ekki bein þýðing. Dánaraðstoð hefur mun jákvæðari blæ og því ekki undarlegt að þeir sem styðja þann verknað, að einn maður stytti öðrum aldri í líknarskyni, noti það. Undirritaður notar hins vegar orðið „líknardráp”, ekki síst vegna þess hversu mikil siðfræðileg togstreita felst í þeim verknaði að líkna einhverjum með því að binda endi á líf hans."
Svar Jóns Snædal í Kjarnanum má lesa í heild sinni hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga