Deila hart á ráðherra vegna rammasamnings

Bæði formaður Læknafélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga Íslands gagnrýna heilbrigðisráðherra vegna rammasamnings sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands . Formaður læknafélagsins segir að verið sé að skemma kerfið og ráðherra hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum. Framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga segir stofnunina hafa kært fyrirmæli ráðherrans um að viðhalda takmörkunum á rammasamningi nýrra lækna við SÍ.
 

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Á vef visir.is er haft eftir Þórarni að stefna heilbrigðisráðherra í málefnum sérfræðilækna sé óskýr og hann vilji fá svör. „Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga.“

Sjá frétt á ruv.is