Frá árinu 2010 hefur verið í boði í stjórnmálafræðideild HÍ Diplómanám fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu, stór hluti námskeiða er í fjarnámi og mögulegt að ljúka Diplómanáminu í fjarnámi.
Ítarlegur bæklingur um námið: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/diploma_opinb_heilbr_2020-21.pdf
Námið er ætlað stjórnendum í heilbrigðisþjónustu sem hafa mannaforráð eða rekstrarábyrgð, svo og þeim er hafa áhuga á að hasla sér völl í slíkum störfum.Valin voru saman námskeið úr þremur deildum HÍ; stjórnmálafræðideild, hjúkrunarfræðideild og viðskiptadeild, í samráði við lykilaðila í ísl. heilbrigðisþjónustu.
Forkröfur eru BA, BEd eða BS próf í einhverri grein. Ekki eru tekin skólagjöld við HÍ, en nemendur greiða s.n. skráningargjald 75.000.- fyrir námsárið ef byrjað er að hausti, en 55.000.- fyrir vormisserið ef byrjað er um áramót.
Umsóknaeyðublað og leiðbeiningar um umsóknaferilinn: https://www.hi.is/umsokn_um_nam
Umsóknafrestur er 5. júní fyrir diplómanám (og BA nám deildarinnar). Diplómanám er metið inn í meistaranám.
Fjarnám mögulegt: Öll námskeið stjórnmálafræðideildar í Diplómanáminu má taka í fjarnámi. Í námskeiðunum Rekstur og heilbrigðisþjónusta (skylda) og Vellíðan,starfsumhverfi og forysta (bundið val) er ekki um eiginlega fjarkennslu að ræða, en v. þátttakenda utan af landi verða fyrirlestrarnir teknir upp og settir á vefinn,. Því er mögulegt að taka þau námskeið án þess að mæta í tíma, þó eindregið sé mælt með mætingu. Námskeiðin Stjórnun í heilbrigðisþjónustu og Forysta í heilbrigðisþjónustu (bæði í bundnu vali) eru kennd í lotum á vormisseri og til skiptis: Hálfur dagur 1x í mánuði og þrír og hálfur dagur í maí. Þetta gerir mætingu auðveldari fyrir fólk utan af landi.
Drög að stundaskrá haustmisseris 2021: stj._stjornmalafraedi_diploma_i_op.stj_.fyrir_stj._a_heilbrigdissvidi_20.pdf (hi.is)
Endilega hafðu samband við undirritaðar ef þú hefur frekari spurningar eða vilt ræða um þennan möguleika.
Með okkar bestu kveðjum,
Margrét S. Björnsdóttir, msb@hi.is símar 5254254 eða 8677817 og Elva Ellertsdóttir, elva@hi.is
AÐRAR NÁMSLÍNUR:
Hér má sjá yfirlit yfir hlekki á allar Diplóma-námslínur Stjórnmálafræðideildar: Diplómanám við Stjórnmálafræðideild | Háskóli Íslands (hi.is). Sex námsleiðir: Opinber stjórnsýsla, alþjóðasamskipti, kynja- og jafnréttis.fr., fjölmiðla- og boðskiptafræði og nýtt Diplómanám í Norðurslóðafræðum
En auk þess eru hlekkir á bæklinga um hverja námsleið hér fyrir neðan og hér er hlekkur á drög að stundaskrám f næsta haustmisseri: Stundatöflur - Stjórnmálafræðideild | Háskóli Íslands (hi.is)
Umsóknafrestur er 5. júní fyrir diplómanám (og BA nám deildarinnar). Diplómanám er metið inn í meistaranám. Þrjár námsleiðanna eru mögulegar í fjarnámi.
HEFST NÆST HAUSTIÐ 2021: Meistara- og diplómanám í blaða- og fréttamennsku- Aðeins er hægt að byrja í meistaranámi í blaðamennsku á haustin: Hagnýtt og fræðilegt nám, þar sem áhersla er lögð á að kenna nemendum vinnubrögð og aðferðir sem blaða- og fréttamenn nota við vinnu sína og að laga efni að ólíkum tegundum miðla, prent-, vef-, mynd- og hljóðmiðla. Námið er boðið í samstarfi við Félags-, mann- og þjóðfræðideild HÍ. Nánari upplýsingar: https://www.hi.is/sites/default/files/bgk/baeklingur_fbf_blf.pdf bls. 11-19 og í kennsluskrá HÍ: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=100415_20206&kennsluar=2020
Ítarlegur Framhaldsnámsbæklingur sem var gefinn út fyrir veturinn 2019-20 með öllum námsleiðum Stjórnmálafræðideildar, lýsingar á einstökum námskeiðum, yfirliti yfir starfsemi og kennara deildarinnar. Nokkrar breytingar hafa orðið og eru ofangreindir bæklingar og hlekkir með réttum upplýsingum: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2019-20.pdf
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga