Umboðsmaður Alþingis telur að það sé ekki í samræmi við lög að Matvælastofnun ráði til starfa dýralækna sem ekki hafa vald á íslenskri tungu. Þetta kemur fram í niðurstöðu hans en Dýralæknafélag Íslands kvartaði yfir því að undanfarin ár hefði Matvælastofnun ráðið erlenda dýralækna í eftirlitsstörf án þess að þeir hefðu vald á íslenskri tungu.
Skýrslur og athugasemdir þeirra til eftirlitsskyldra aðila og annarra dýralækna hefðu því verið á ensku. Félagið taldi að slíkt væri ekki í samræmi við þá kröfu í lögum að dýralæknar sem störfuðu hér á landi í opinberri þjónustu skyldu hafa vald á íslenskri tungu. Af þessum sökum hafði félagið beint erindum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og skorað á það að bregðast við.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga