Eftirspurn eykst eftir kynleiðréttingu - Hannes á Stöð 2

Mjög sjaldgæft er að fólk sjái eftir því að fara í kynleiðréttingaraðgerð. Þetta sagði Hannes Sigurjónsson lýtalæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að á starfsferli sínum hefði hann séð hundruð trans einstaklinga en aðeins tvo sem hafa viljað snúa til baka. Hann ræddi einnig að eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefðu tífaldast á um áratug.

Hannes hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hannes var í fréttum í kjölfar viðtals við Læknablaðið og má nálgast viðtalið við hann þar hér.

Mynd/Læknablaðið/gag

Hér má sjá Hannes í frétt á Vísi og Stöð 2