Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ. Einar felldi Þórarinn Tyrfingsson sem einnig sóttist eftir formennsku samtakanna. Sitjandi formaður SÁÁ er Arnþór Jónsson og sóttist hann ekki eftir áframhaldandi formennsku.
Í frétt RÚV af fundi SÁÁ kemur fram að í stjórn SÁÁ sitja 48 einstaklingar. 16 af þeim voru kjörnir í fyrrakvöld en þeir eru allir stuðningsmenn Einars. Eftir að aðalfundi lauk var haldinn aðalstjórnarfundur þar sem kosið var um nýjan formann. 41 af meðlimum stjórnarinnar mættu á fundinn og greiddu 32 þeirra atkvæði með Einari.
Einar segir í samtali við fréttastofu RÚV að hann sé ánægður með niðurstöðurnar. Hann segir jafnframt að það hafi komið sér á óvart hve afgerandi þær voru.
Lesa má frétt Fréttablaðsins hér.
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga