Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni.
Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi meðal rúmlega 700 lækna kom fram að meirihluti þeirra er undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum sem eru merki ofurálags og jafnvel kulnunar.
Guðmundur Freyr Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir, segist hafa fundið fyrir streitueinkennum en ekki áttað sig fyrr en ástandið var orðið fremur slæmt. Hann sagði frá sinni reynslu á ráðstefnu um streitu í Salnum í Kópavogi í dag sem bar heitið: Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð?
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga