Einn rukkaði 125% meira en annar 2016 - Sjálfstætt starfandi læknar í Kveik

„Einn sjálfstætt starfandi hjartalæknir rukkaði Sjúkratryggingar Íslands um 125% hærri greiðslur árið 2016 en sá hjartalæknir sem fékk næsthæstar greiðslur það ár.“ Þetta segir í frétt Kveiks fyrir þátt sinn sem sýndur verður klukkan 20.05 í kvöld.

„Sjúkratryggingar gerðu athugasemdir við reikningagerð læknisins, en ekki hefur fengist uppgefið hvort hann var krafinn um endurgreiðslu,“ segir í fréttinni. Kveikur hafi leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og vilji vita hver læknirinn er.

Mynd/Skjáskot/Samsett/Kveikur

Sjá frétt Kveiks hér.