Ekki ástæða til að bólusetja börn við COVID-19 - Valtýr á Vísi

Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins, segir í viðtali fréttastofu Stöðvar 2 og Vísi, ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa.

Sagt er frá því að ekkert barn hafi greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum fjölgi erlendis. Heilkennið geti verið lífshættulegt.

Greint var frá því á Stöð 2 og Vísi að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. „Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur,“ er haft eftir móður hans. Talið sé að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Sjá frétt hér