„Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
„Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“
Bryndís sagði mikla orka, fjármuni og vinnu hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar.
Mynd/skjáskot/Vísir
Hér má lesa útdrátt úr viðtalinu við Bryndísi.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga