Ekkert tilfelli nýs barnasjúkdóms sem ritað hefur verið um í fjölmiðlum ytra hefur greinst á Íslandi. Þetta segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir í viðtali við Vísi. Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála. Lítið sé vitað um sjúkdóminn. Hans hafi fyrst orðið vart á allra síðustu dögum.
Vangaveltur eru uppi um hvort þessi sjúkómur tengist Covid-19 en það hefur ekki verið staðfest. Sjúkdómsins hefur meðal annars orðið vart í Bretlandi, undanfarna daga.
En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ segir Valtýr í samtali við Vísi.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga