Yfirstjórn Landspítala ákvað á haustdögum 2016 að breyta uppbyggingu rannsóknasviðs, bæði með sameiningu deilda og breyttum hlutverkum yfirmanna. Þannig heyrðu deildarstjórar ekki lengur undir yfirlækna heldur beint undir forstjóra. Stór hluti starfsfólks á nokkrum deildum heyrði svo undir deildarstjóra en aðrir undir yfirlækna. Þeir sjö yfirlæknar sem kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis töldu að með þessu væri skorið milli faglegrar ábyrgðar þeirra á starfseminni og stjórnunar. Þessu andmæltu yfirmenn spítalans og sögðu að fyrirkomulagið á rannsóknasviði yrði eftir breytingar það sama og á öðrum sviðum sjúkrahússins. Yfirmenn sögðu breytinguna ekki ganga gegn ákvæðum laga um faglega ábyrgð lækna á þeirri læknisþjónustu sem heyrir undir þá.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga