Rangt er að taka upp hópskimanir á landamærum Íslands. Það er dýrt og ekki þess virði, sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítala, á málþinginu Út úr kófinu sem haldið var í hátíðarsal Háskóla Íslands í gærdag.
Bryndís gagnrýndi ákvörðunina að opna landið 15. júní í erindi sínu Leiðir út úr COVID-19: sóttvarnarsjónarmið. Hún sagði að betra að sleppa skimun og opna landið á svipaðan hátt og önnur ríki gera. Skynsamlegt væri að fylgjast með þróuninni til að mynda í Danmörku og á Nýja-Sjálandi.
Bryndís tókst á um málið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í Kastljósi RÚV í gærkvöldi.
Mynd/Skjáskot/RÚV Kastljós
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga