Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í frétt á Vísi að sóttvarnayfirvöld hafi verið farin að huga að tilslökunum á sóttvarnarreglum. Sviðsmyndin sé orðin önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Hann býst við fleiri smitum.
„Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt,“ er haft eftir honum.
Á RÚV er sagt frá því að átta af þeim tíu sem greindust með COVID-19 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær höfðu verið á Hótel Rangá. Sjá hér. Meginþorri ríkisstjórnarinnar er nú í sóttkví. Sjá frétt Viðskiptablaðsins.
Mynd/Skjáskot/Vísir
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga