Embætti landlæknis breytir vinnubrögðum varðandi veitingu sérfræðileyfa í læknisfræði

Íslensk yfirvöld hafa fengið ábendingu frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þess efnis að afgreiðsla sérfræðileyfa hér á landi hafi í einstaka tilvikum ekki verið í samræmi við samninga sem Ísland er aðili að innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), þ.e. tilskipun nr. 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Í þeim tilvikum hafa lög og reglugerðir á Íslandi ekki verið túlkuð á þann hátt að það samrýmist áðurnefndum samningum. Verði uppteknum hætti haldið áfram eiga þeir læknar sem fá sérfræðiviðurkenningu á Íslandi á hættu að sérfræðiviðurkenning þeirra öðlist ekki gildi í öðrum löndum EES.

 

Sjá frétt á heimasíðu embættis landlæknis