Heilsu og heilsuleysi í nútímanum eru viðfangsefni Kristínar Sigurðardóttur, slysa- og bráðalæknis, og Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns í #104 hlaðvarpsþætti hans; Podcast með Sölva Tryggva.
Í frétt Vísis úr hlaðvarpinu er haft eftir Kristínu að það margar rannsóknir sýni fram á jákvæð áhrif náttúru að það sé full þörf á að koma mikilvægi þess inn í umræðuna.
„Ég kalla þetta náttúruleysi, sem við ættum að horfa á með svipuðum augum og við horfum á hreyfingarleysi. Fólk hefur vitað þetta lengi, en vísindin voru svolítið lengi að taka við sér. En bara síðustu árin eru komnar fram meira en þúsund rannsóknir sem staðfesta mikilvægi náttúru á bæði andlega og líkamlega líðan okkar. Það skiptir okkur lífeðlisfræðilega máli að fá nægan tíma í náttúru. Ég vil kalla þetta náttúruleysi á íslenskunni. Mér finnst það ná vel utan um hugtakið nature deficit disorder.“
Horfðu á Podcastið á Youtube hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga