Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands segir í viðtali á Morgunvaktinni á Rás1, mikið álag vera á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér enda meiri hætta á alvarlegum mistökum í starfi þegar fólk er undir miklu álagi. Hún óttast flótta úr stétt lækna á Íslandi og bendir á að auðvelt sé fyrir lækna að fá vinnu í öðrum löndum. Ekki dragi úr gremju lækna á Landspítalnum að spítalinn hafi ákveðið í miðjum faraldri að taka af þeim réttinn á aukagreiðslum ef þeir eru kallaðir út á aukavaktir innan sólarhrings frá þeim tíma sem vaktin á að hefjast. Tekist er á um þetta fyrir dómstólum.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga