44 prósent sérfræðilækna eldri en 60 ára

Meðal þeirra sérgreinalækna sem vantar hér á landi eru gigtarlæknar, svæfingarlæknar og hjartalæknar. Læknar með þessa sérfræðimenntun eru meðal þeirra sem hefur á árinu verið synjað um rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands. Sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að veita ekki fleiri sérfræðilæknum samning um greiðsluþátttöku hefur veruleg áhrif á nýliðun. Þetta segir formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur. 

 

sjá frétt