Það er að verða til tvöfalt kerfi

Taugalæknir sem ekki fær aðild að rammasamningi sérfræðilækna stefnir enn að því að opna stofu á Íslandi. Hún segir að sjúklingarnir þurfi að óbreyttu að borga allt að fjórfalt meira en ella.
 

Anna Björnsdóttir taugalæknir tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands að hún hygðist hefja störf sem taugalæknir á stofu eftir að hún lýkur sérfræðinámi sínu í Bandaríkjunum. Sjúkratryggingar synjuðu henni um aðild að rammasamningi sérfræðinga, í takt við stefnumótun velferðarráðuneytisins. Ráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Önnu.

 

                                                                                     Sjá frétt á ruv.is