Er íslenska heilbrigðiskerfið of sjúklingavænt?

Að undanförnu hefur staða og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins verið mikið rædd í fjölmiðlum. Það er ánægjuleg nýlunda, en í gegnum áratugi hafa fjölmiðlar sýnt heilbrigðiskerfinu lítinn áhuga, og þá einna helst ef hægt var að benda á handvömm lækna. 

Fámenn íslensk stjórnsýsla hefur ekki haft úr að spila nægilegri þekkingu til að móta framtíðarsýn, og því leitað út fyrir landsteinana að heilbrigðiskerfum til að kópíera. Stjórnsýsla flestra landa reynir hins vegar eftir bestu getu að draga upp eins konar glansmynd af sjálfri sér, birta jákvæða tölfræði o.s.frv. og neikvæðum hliðum stjórnsýslunnar er erfitt að henda reiður á. Þegar kemur að heilbrigðiskerfum annarra landa hafa Íslendingar þá sérstöðu að flestir íslenskir læknar hafa unnið í þessum kerfum, og kynnst þeim í raun, kostum og göllum, hafa því að segja má „inside information“. Þetta skrifar Einar Guðmundsson geðlæknir m.a. í grein á visir.is .

 

                                      Sjá nánar HÉR